20. maí 2024 í Guðmundarlundi
Bikarmót Breiðabliks
XCO fjallahjólreiðar
Grunnupplýsingar
Mótið
Bikarmót Breiðabliks í ólympískum fjallahjólreiðum verður haldið í Guðmundarlundi í Kópavogi mánudaginn, 20. maí 2024.
Um er að ræða braut sem liggur meðal annars um skógræktarsvæði skógræktar Kópavogs og er brautin sett upp í samráði og samvinnu við skógræktina. Í aðdraganda mótsins eru hjólarar beðnir um að fara varlega þegar þeir fara um skóginn í Guðmundarlundi þar sem hún liggur í gegnum frisbígolfvöll. Vinsamlegast takið því tillit til annarra sem eiga þar leið um. Þessum hluta brautarinnar verður síðan lokað á sjálfum keppnisdegi.
Dómarar
Verður tilkynnt síðar.
Keppnisgjald
A, B og Master 35+ flokkar
Skráningargjald er 4.000 kr. Hækkar í 7.000 kr. kl. 12:00 föstudaginn 17. maí 2024. Skráningu lýkur kl. 12:00 laugardaginn 18. maí 2024.
Junior og U-flokkar
Skráningargjald er 3.000 kr. Hækkar í 5.000 kr. kl. 12:00 föstudaginn 17. maí 2024. Skráningu lýkur kl. 12:00 laugardaginn 18. maí 2024.
Tengiliðir
Mótsstjóri:
María Sæm Bjarkardóttir, 864 9640
Mótanefnd:
Denni Jónsson, 899 2572
Andri Már Helgason, 859 3215
Skráning í mót
Skráning í mótið
Skráning í mótið fer fram í gegnum skráningarkerfi HRÍ.
Flokkar og hringjafjöldi
Karlar
A flokkur
5 hringir
5 hringir
B flokkur
4 hringir
4 hringir
Master 35+
4 hringir
4 hringir
U11
2 hringir - Minni hringur
2 hringir - Minni hringur
U13
3 hringir - Minni hringur
3 hringir - Minni hringur
U15
2 hringir
2 hringir
U17
3 hringir
3 hringir
Junior
4 hringir
4 hringir
Konur
A flokkur
4 hringir
4 hringir
B flokkur
3 hringir
3 hringir
Master 35+
3 hringir
3 hringir
U11
2 hringir - Minni hringur
2 hringir - Minni hringur
U13
3 hringir - Minni hringur
3 hringir - Minni hringur
U15
2 hringir
2 hringir
U17
3 hringir
3 hringir
Junior
3 hringir
3 hringir
Brautarskoðun
Boðið verður upp á brautarskoðun fyrir mótsdag og er gert ráð fyrir að þátttakendur hittist við upphafspunkt brautarinnar fyrir framan Guðmundarlund.
Brautarskoðun var:
Miðvikudaginn 15. maí kl. 17:00.
Grill eftir keppni
Eftir keppnir ætlar Breiðablik að bjóða upp á grillveislu fyrir keppendur við Leiðarenda 3 (nýja húsið í Guðmundarlundi).
Í boði verða hamborgarar og gos.
Hlökkum til að sjá keppendur eftir keppnina.
Dagskrá á mótsdag
Keppnisfundur U flokka
14:50
14:50
Drengir
Ræsing U15 og U17
15:00
(U11 og U13)
enginn keppandi
Stúlkur
Ræsing U15 og U17
15:02
(U11 og U13)
enginn keppandi
Verðlaunaafhending
16:40
16:40
Keppnisfundur A, B, Master 35+ og Junior
16:20
16:20
Karlar
Ræsing A
16:30
Ræsing B, Masters 35+ og Junior
16:32
Konur
Ræsing A
16:34
Ræsing B og Masters 35+
16:36
Verðlaunaafhending
17:45
17:45
Keppnisgögn og afhending
Númer og tímatökuflaga
Keppnisnúmer skal festa á stýri með þar til gerðum plastbenslum.
Tímaflögu skal festa á gaffal, þeim megin sem bremsudiskur er ekki, með þar til gerðum plastbenslum
Keppendur án tímaflögu eða rangt festa fá ekki tíma.
Afhending keppnisgagna
Fer fram í húsnæði Skógræktar Kópavogs fyrir keppnir þann 20. maí 2024
Keppnisgögn
Eitt keppnisnúmer til að festa á stýri
5 plastbensl til að festa keppnisnúmer og tímatökuflögu.
Fyrirkomulag á tímatökuflögum
HRÍ hefur breytt fyrirkomulagi varðandi tímatökur.
Það er nú á ábyrgð keppenda að verða sér úti um gilda tímatökuflögu í gegnum Tímatöku ehf. Sjá tilkynningu frá HRÍ hér til hægri. ->
Vinsamlegast fylgið því þeim leiðbeiningum sem HRÍ gefur út.
Í sumar verður gerð sú breyting að leigugjald fyrir tímatökuflögu er ekki lengur inni í keppnisgjöldum og sjá keppendur sjálfir um að útvega sér flögur fyrir allar keppnir.
Þrjár leiðir verða í boði. Eignaflaga, sumarleiga og leiga fyrir stakt mót. Hver velur hvað hentar út frá því hversu mörgum keppnum ætlunin er að taka þátt í. Hægt verður að leigja eða kaupa flögur inni á netskraning.is/flogur
og verður mótunum bætt þar inn þegar skráningar opna.
Á mótunum í sumar munu allir þurfa að athuga virkni flögunnar til að fullvissa um hvort skráningar séu réttar fyrir start. Þetta verður gert á þar til gerðu svæði nálægt startsvæðinu. Þetta er mikilvægt þegar flögur eru komnar í hendur margra og ekki eins auðvelt að fylgjast með batterýstöðu og hvort þær hafi virk leyfi.
Á mjög fjölmennum mótum kann að vera að annar búnaður verði notaður sem les ekki þessar flögur en þá verður flögum útdeilt eins og verið hefur. Flögurnar sem um ræðir verða í.þ.m. notaðar á öllum bikar- og Íslandsmótum HRÍ í RR, TT, Criterium og DH. Einnig er hægt að nota þær í keppni víða erlendis.
Tilkynning tekin af vef HRÍ -> Leiga tímatökuflaga. Nýtt fyrirkomulag. | Hjólreiðasamband Íslands (hri.is)
Keppnisreglur
Um keppnina gilda reglur HRÍ.
Keppendur eru hvattir til að kynna sér reglur fyrir keppni til að koma í veg fyrir misskilning eða atvik sem geta leitt til brottvikningu úr keppninni.
Brautin, staðreyndir og ítarupplýsingar
Fyrirvari
Í gegnum skóginn í Guðmundarlundi getur verið að einhver breyting verði á leiðinni fyrir mótsdag.
Ábending
Vitað er til þess að hestafólk leiti á stíginn að sunnan- og austanverðu. Vinsamlegast farið því að öllu með gát ef brautin er prófuð í aðdraganda mótsins. Eins er mikilvægt að fara varlega í gegnum skóginn þar sem hjóla þarf yfir frisbígolf braut.
Braut fyrir A, B, Masters 35+, U15, U17 og Junior
Braut fyrir U11 og U13
Keppnissvæði
Bílastæði
Bílastæði eru af skornum skammti við Guðmundarlund. Við mælum því með því að keppendur og gestir leggi við Kórinn.
Aðkoma að Guðmundarlundi
Að ósk Hestamannafélagsins Spretts biðjum við keppendur og aðra sem eiga erindi upp í Guðmundarlund á keppnisdag að keyra um Þingmannaleið og Heimsenda í átt að Guðmundarlundi til að takmarka umferð um svæði hestamannafélagsins.
Þjónustusvæði
Í brautinni verður boðið upp á þjónustusvæði við rásmark þar sem hægt er að geyma næringu og gera við hjól ef þess gerist þörf á meðan keppni stendur.
Vekjum einnig athygli á því að aðstoðarfólk keppenda þarf að vera merkt á áberandi hátt skv. reglum HRÍ.
Ef nýta á þjónustusvæðið mælum við sterklega með því að keppendur lesi vel kafla 5.2 í reglum HRÍ um XCO og XCM fjallahjólreiðar til að koma í veg fyrir óþarfa brottvísun vegna brota á þeim reglum.
Öryggismál
Ef alvarlegt slys ber að höndum skal hringja í 112, svo láta keppnistjóra vita í síma. Sjá tengiliðaupplýsingar hér að ofan.
Sjálfboðaliðar eru staðsettir víðsvegar í brautinni og á nokkrum stöðum eru tiltækir sjúkrakassar fyrir minniháttar óhöpp.
Ef um önnur atvik er að ræða eða keppendum vantar aðstoð skal hringja beint í keppnisstjóra.